Sedum album

Ættkvísl
Sedum
Nafn
album
Íslenskt nafn
Ljósahnoðri
Ætt
Hnoðraætt (Crassulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt, sígræn.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
10-15 sm
Vaxtarlag
Skriðul, fjölær sígræn jurt, myndar breiður, allt að 10-15 sm há. Greinarnar uppsveigðar.
Lýsing
Laufin 4-20 mm, stakstæð, útstæð, bandlaga-aflöng, snubbótt, samandregin við grunninn, bogadregin í þversnið, flöt ofan, með rauða slikju. Blómstönglar rauðleitir, lauf blómstöngla stærri en hin, strjál. Blómskipunin nokkuð þéttur skúfur, blóm með stuttan legg. Bikarblöð 5, samvaxin við grunninn, snubbótt. Krónublöð 5, 1,5-4 mm, dálítið ydd, hvít, útstæð, fræflar 10 , jafnlangir og krónublöðin. Fræhýði upprétt, bleik-hvítir.
Uppruni
Fjöll Evrópu - Kákasus, V Asía, N Afríka.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í kanta, fláa, í hleðslur.
Reynsla
Harðgerð, ýmis ræktunarafbrigði til t.d. kóralhnoðri og fleiri
Yrki og undirteg.
'Murale' (v. murale) með rauðleit blöð og stöngla, v. murale 'Rosea' með bleikrauð blóm og v. micranthum 'Coral Carpet' dvergafbrigði, 5 sm, lauf kórallableik, blómin fölbleik.