Sedum forsterianum

Ættkvísl
Sedum
Nafn
forsterianum
Íslenskt nafn
Reyðarhnoðri
Ætt
Hnoðraætt (Crassulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærgulur.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
15-25 sm
Vaxtarlag
Mjög líkur berghnoðra (Sedum reflexum) nema laufin eru flöt ofan.
Lýsing
Blómlausir sprotar eru með lauf í öfugegglaga blaðhvirfingum, 18-25 mm í þvermál efst og þakin gömlu visnuðu laufi neðst. Bikarblöð allt að aðeins 2,5 mm.
Uppruni
V Evrópa.
Harka
7
Heimildir
= 4,1
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í kanta, í fláa, í breiður, í hleðslur.
Reynsla
Harðgerð-meðalharðgerð, mjög breytileg að lit.
Yrki og undirteg.
ssp. elegans (HS)