Sedum hybridum

Ættkvísl
Sedum
Nafn
hybridum
Íslenskt nafn
Klettahnoðri
Ætt
Hnoðraætt (Crassulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
15 sm
Vaxtarlag
Skriðul, fjölær jurt. Stönglar trékenndir, mynda breiðu.
Lýsing
Laufin um 2,5 sm, stakstæð, næstum legglaus, spaðalaga, mjókka að grunni, jaðrar gróftenntur við oddinn, heilrend við grunninn, tennur með rauðan odd. Blómskipunin strjál, í endastæðum hálfsveip, 5-8 sm í þvermál, blómin fjölmörg. Krónublöð 5, gul, 6-9 mm, ydd, fræflar 10 talsins.
Uppruni
M & S Úralfjöll, N Asía, hefur numið land í N Og M Evrópu.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í blómaengi, í hleðslur, sem þekja.
Reynsla
Harðgerð tegun, en ekki blendingur þrátt fyrir nafnið.