Sedum hyperaizoon

Ættkvísl
Sedum
Nafn
hyperaizoon
Íslenskt nafn
Veldishnoðri
Ætt
Hnoðraætt (Crassulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
-85 sm
Vaxtarlag
Líkur gullhnoðra (Sedum aizoon), nema allt að 85 sm hár.
Lýsing
Laufin miklu breiðari en á gullhnoðra, 8-10 x 3-4 sm, blómskúfurinn hvelfdur, ekki með flatan topp. Bikarblöð þríhyrnd, krónublöð lensulaga.
Uppruni
A Síbería.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í beð, í steinhæðir, í kanta.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.