Sedum middendorffianum

Ættkvísl
Sedum
Nafn
middendorffianum
Íslenskt nafn
Þúfuhnoðri
Ætt
Hnoðraætt (Crassulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur-appelsínugulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
15-30 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt, allt að 30 sm há. Jarðstönglar skriðulir, greinóttir, trékenndir.
Lýsing
Stönglar margir, uppréttir, greinast við grunninn. Laufin bandlaga, mjó, meira spaðalaga við grunn stönglanna, greypt, meira eða minna snubbótt, jaðar tenntur við oddinn. Blómskipunin lotin, líkist punti, margblóma skúfur. Blómin legglaus efst, með legg neðantil, 18 mm í þverál. Bikarblöðin 5, bandlaga, snubbótt, hálf lengd krónublaðanna. Krónublöð 5,5-6 mm, aflöng-lensulaga, mjóydd, gul, fræflar 10, appelsínugulir. Fræhýði 4 mm, gulgræn, útstæð.
Uppruni
A Síbería, Mongólía, Manchúría.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í kanta, í hleðslur.
Reynsla
Harðgerð jurt.
Yrki og undirteg.
S. m. var. diffusum (Móahnoðri) er hærri og með breiðari blöð.