Sedum oreganum

Ættkvísl
Sedum
Nafn
oreganum
Íslenskt nafn
Oddahnoðri
Ætt
Hnoðraætt (Crassulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
15 sm
Vaxtarlag
Skriðul, hárlaus jurt, allt að 15 sm há.
Lýsing
Stönglar skriðulir, með marga uppsveigðar greinar. Lauf 10-20 mm, stakstæð eða gagnstæð, spaðalaga, glansandi, oft rauðmenguð. Blómskipunin flatur, þéttur skúfur, blómin legglaus, bollalaga. Bikarblöð 5, 4 mm, egg-lensulaga, ydd. Krónublöð 5, 10-12 mm, lensulaga, samvaxin við grunninn, gul. Fræhýði 6-8 mm, næstum upprétt.
Uppruni
NV N-Ameríka.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í beð, í brekkur, í ker.
Reynsla
Hefur reynst vel bæði norðan og sunnanlands. Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.