Sedum selskianum

Ættkvísl
Sedum
Nafn
selskianum
Íslenskt nafn
Sunnuhnoðri
Ætt
Hnoðraætt (Crassulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærgulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
20-40 sm
Vaxtarlag
Þétthærð, jurtkennd, fjölær jurt, allt að 40 sm há. Jarðstönglar trékenndir, stuttir.
Lýsing
Stönglar uppréttir, margir, trékenndir, rauðmengaðir, greinóttir eða ógreindir. Lauf 30-60 x 3-10 mm, stakstæð, hér og hvar upp eftir stönglinum, legglaus, dálítið smá efst á stönglinum, mjó lensu-spaðalaga, þétt gráhærð, sagtennt. Blómskipunin lík hálfsveip, með mörg blóm, 3-7 sm breið. Blómin með stuttan legg, mörg, 12 mm í þvermál, bikarblöð 5, þríhyrnd, snubbótt, kjötkennd, hálf lengd krónublaðanna. Krónublöðin 5,5 mm, breiðlensulaga, gul, ydd. Fræflar 10, frjóhnappar gulir. Fræhýði gul, upprétt.
Uppruni
Síbería, Manshuría, K_Apan, Kína.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í kanta, í hleðslur.
Reynsla
Meðalharðgerður, lítt reyndur hérlendis.