Sedum spurium

Ættkvísl
Sedum
Nafn
spurium
Íslenskt nafn
Steinahnoðri
Ætt
Hnoðraætt (Crassulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt, sígræn.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur, bleikur, rauðpurpura.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
10-15 sm
Vaxtarlag
Meira eða minna sígræn, fjölær jurt, myndar breiðu, allt að 15 sm há.
Lýsing
Stönglar mikið greinóttir, fínhærðir, skriðulir. Lauf 25 x 18 mm, gagnstæð, öfugegglaga, mjókka snögglega að grunni, sagtennt til breiðtennt, kögruð. Blómstönglar rauðir. Blómskipunin þéttur hálfsveipur, blómin næstum legglaus. Bikarblöð 5, oddlaus. Krónublöð 5, 10-12 mm, lensulaga, upprétt, hvít, bleik eða rauðpurpura.
Uppruni
Kákasus, N Íran, hefur skotið rótum í Evrópu.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, sem undirgróður, í beð, í hleðslur, í kanta.
Reynsla
Meðalharðgerð, að minnsta kosti norðanlands, blómgast oft fremur lítið.
Yrki og undirteg.
'Album', 'Splendens' purpurar., 'Schorbusser Blut' hárauð blóm og koparlit blöð, 'Purpurteppich' með koparbrúnt lauf ofl.