Shepherdia canadensis

Ættkvísl
Shepherdia
Nafn
canadensis
Íslenskt nafn
Klettasmalaber
Ætt
Silfurblaðsætt (Elaeagnaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rjómagulur.
Blómgunartími
Vor.
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, allt að 2,5 m hár með útstæðar greinar. Ársprotar glansandi rauð brún, þétt þakin skjaldlaga hreistri (hreistrin tennt), þyrnalaus.
Lýsing
Lauf 4-6 x 1,5-3 sm, dökk gulgræn ofan með hvít hár á strjálingi, neðra borð laufa með hvítt dúnhár í brúskum og brún hreistur á strjálingi. Blómin allt að 4 mm í þverál, rjómagul, fræflar hnöttóttir. Aldin allt að 5 mm, gul til rauð.
Uppruni
N Ameríka.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, vetrargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð.
Reynsla
Þrífst vel í Lystigarðinum.