Sisyrinchium groenlandicum

Ættkvísl
Sisyrinchium
Nafn
groenlandicum
Íslenskt nafn
Grænlandsseymi*
Ætt
Sverðliljuætt (Iridaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Ljósbláleitur.
Blómgunartími
Júní-ágúst.
Hæð
12-30 sm
Vaxtarlag
Þýfður fjölæringur með jarðstöngul eða stöngulhnýði og með mjóbandlaga, 1-1,8 mm breið, graslík blöð og grannan, beinan dálítið flatan eða ögn vængjaðan 12-30 sm háan stöngul.
Lýsing
Efst á stönglinum eru 1-4 blóm í einskonar sveip, en undir honum eru 2 græn- eða brúnleit, mjó stoðblöð, það ytra um 3-4,5 sm og það innra 1-2 sm langt. Stoðblöðin með himnukant, samvaxin á neðstu 1-2,5 mm. Yfirsætið blóm með 6 krónublöð en aðeins 3 fræfla. Blómblöðin eru oddbaugótt, hvassydd, 0,6-0,9 sm löng, ljósbláleit með dekkri miðrák. Hýðið er grænbrúnt - fjólublátt, dökkt þegar það er fullþroskað, 3-5 mm löng. Fræ 0,7-0,9 mm löng, svört, vörtótt-hrukkótt.
Uppruni
Grænland.
Heimildir
= T. Böcher & al. 1966.
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum var til ein planta sem sáð var til 2001 og gróðusett í beð 2003, dauð 2015.