Sisyrinchium idahoensis

Ættkvísl
Sisyrinchium
Nafn
idahoensis
Íslenskt nafn
Vængseymi
Ætt
Sverðliljuætt (Iridaceae).
Samheiti
S. macounii Bicknell, S. anceps, S. bellum, S. montanum, mistúlkun
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Dökk purpurablár.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
20-50 sm
Vaxtarlag
Öll lauf eru grunnlauf, 7-30 x um 3 mm, bandlaga til mjólensulaga, ydd. Stöngull 20-50 sm, mjór, ógreindur, blágrænn með vængi oft snúin. Hulstur-stoðblaðparið mjög misstór, það ytra 3-6 sm, mjólensulaga, ydd, það innra oftast mikið minna.
Lýsing
Blómleggir jafnlangir eða styttri en innri hulstur-stoðblaðið. Blóm 1-6 í knippi, dökk purpurablá, gul neðst. Blómhlífarblöð um 1,3 sm.
Uppruni
V N-Ameríka, slæðingur í V Svíþjóð.
Heimildir
= 2
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum 2015.