S. macounii Bicknell, S. anceps, S. bellum, S. montanum, mistúlkun
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Dökk purpurablár.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
20-50 sm
Vaxtarlag
Öll lauf eru grunnlauf, 7-30 x um 3 mm, bandlaga til mjólensulaga, ydd. Stöngull 20-50 sm, mjór, ógreindur, blágrænn með vængi oft snúin. Hulstur-stoðblaðparið mjög misstór, það ytra 3-6 sm, mjólensulaga, ydd, það innra oftast mikið minna.
Lýsing
Blómleggir jafnlangir eða styttri en innri hulstur-stoðblaðið. Blóm 1-6 í knippi, dökk purpurablá, gul neðst. Blómhlífarblöð um 1,3 sm.