Sisyrinchium montanum

Ættkvísl
Sisyrinchium
Nafn
montanum
Íslenskt nafn
Fjallaseymi
Ætt
Sverðliljuætt (Iridaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Skærfjólublár.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
50 sm
Vaxtarlag
Fjölær jurt með stöngla allt að um 50 sm háa, fölgrænir með mjóan væng. Lauf lægri en stöngullinn, mjó-bandlaga, allt að 30 mm breið.
Lýsing
Blóm 15-35 mm í þvermál, eins og stjarna, skærfjólublá, gul í miðju, blómhlífarblöð 9-15 mm, broddydd.
Uppruni
A N Ameríka, slæðingur víða í Evrópu.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarinum er til ein planta (undir nafninu S. montanum v. crebrum) sem sáð var til 2003 og gróðursett í beð 2006.