Sium sisarum

Ættkvísl
Sium
Nafn
sisarum
Íslenskt nafn
Sykurrót
Ætt
Sveipjurtaætt (Apiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, votlendi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Ágúst.
Hæð
- 100 sm
Vaxtarlag
Lík S. latifolium en oftast minni og er frábrugðin að þessu leyti. Stönglar allt að 100 sm, rákóttir, engin lauf neðan vatnsborðsins. Lauf fjaðurskipt; flipar 3-9 sm oftast lensulaga, sagtenntir. Stöngullauf minni en grunnlaufin.
Lýsing
Sveipir með um 20 geisla, bikartennur örsmáar. Aldin um 3 mm, klofaldin með mjóa hryggi.
Uppruni
A Evrópa til M Asíu.
Harka
6
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í mýragarða.
Reynsla
Var til í Lystigarðinum, ekki þar 2015. Þrífst vel í Grasagarði Reykjavíkur, myndirnar teknar þar.