Soldanella pusilla

Ættkvísl
Soldanella
Nafn
pusilla
Íslenskt nafn
Vætukögurklukka
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól (hálfskuggi).
Blómalitur
Rauðfjólublár.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
10 sm
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Lágvaxin, oft með skammæja legglausa kirtla. Laufin 0,5 sm í þvermál, hjartalaga með áberandi æðastrengi á neðra borði. Blómstönglar allt að 9 sm háir. Blómin stök.
Lýsing
Lauf kringlótt til nýrlaga með breiða skerðingu við grunninn. Blómstönglar 2-10 sm, venjulega einblóma. Krónublöð 8-15 mm, krónan mjó-bjöllulaga, klofin að 1/4 eða þar um bil, rauðfjólublá með bláar rákir á innra borði.
Uppruni
Fjöll í M & A Evrópu (Alpafjöll, Karpatafjöll, Rhodope fjöll og Appeninafjöll).
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
1,2, encyclopedia.alpinegardensociety.net/plants/Soldanella/pusilla
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í ker, í kanta.
Reynsla
Í steinhæð frá 1995, hefur reynst vel og vaxið án áfalla.