Sorbus arranensis

Ættkvísl
Sorbus
Nafn
arranensis
Íslenskt nafn
Skotareynir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Stór, lauffellandi runni - lítið tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
3-5(-7,5) m
Vaxtarlag
Lauffellandi, lítið tré eða stórvaxinn runni, uppréttur í vaxtarlagi. Getur orðið allt að 7,5 m í heimkynnum sínum.
Lýsing
Lauf heil, 8-1 2 sm, mjó-oddbaugótt, sepótt, +/- djúpsepótt-flipótt, ydd, fleyglaga við grunninn, með 7-8 æðapör, græn á efra borði en grá-hvítlóhærð á neðra borði. Skerðingar ná að (1/3)½-3/4 að miðrifi. Aldinin um 8-10 mm, skarlatsrauð-fagurrauð, aðeins ílöng með fáum barkaropum. Er í útrýmingarhættu. Vex einungis á eyjunni Arran í Skotlandi.
Uppruni
Skotland, Arran eyja, Noregur.
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Fyrir safnara, skrautbeð.
Reynsla
Eintök til t.d. í J8-G33 og A4-C11, gróðursett 1991, kom sem nr. 723 Liverpool HBU 1984. Ljótir í vexti en kelur aðeins fyrstu árin en síðan ekkert.