Sorbus cashmeriana

Ættkvísl
Sorbus
Nafn
cashmeriana
Íslenskt nafn
Kasmírreynir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Réttara: S. cashmiriana Hedl.
Lífsform
Lauffellandi runni - lítið tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikhvítur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
4-6(-10) m
Vaxtarhraði
Nokkuð hraðvaxta.
Vaxtarlag
Uppréttur runni eða lítið tré, allt að 4 m hátt. Brum egg-keilulaga, allt að 14 mm, ydd, rauðleit, meira eða minna hárlaus, nema hvað viðkemur ryðlitri hæringu á jöðrum hreistra, sérstakleg i oddinn. Ársprotar meðalgrófir, rauðbrúnir.
Lýsing
Lauf allt að um 23 mm, smálauf með 7-10 æðastrengjapör. Smáblöðin allt að (30-)55 x 18 mm, lenslaga, tennt næstum að grunni, ekki nöbbótt neðan. Blómskipunin hálfsveipur með stór, ljósbleik blóm sem eru meira en 10 mm í þvermál. Aldinið verður hreinhvítt nema hvað þau eru með bleika slikju á bikablöðunum, stór, allt að 15 x 13,5 mm, egglaga með útstæðan, kjötkenndan bikar. Frævur 4-5, kringsætnar, toppur ögn hvíthærður, mynda íflatan flöt bikarinn. Stílar 3,5-4,5 mm, festir þétt. Fræin eru brún, allt að 5 x 2,5 mm oftast aðeins eitt í hverju aldini.Kasmírreynir er fjórlitna og fjölgar sér með geldæxlun, sem þýðir að allar plöntur af fræi eru mjög einsleitar. Gulir til appelsínugulir haustlitir, miðstrengur verður rauður og hvít berin gerir hann allskrautlegan að hausti og stundum langt fram á vetur.
Uppruni
Himalaja, Kasmír.
Harka
2
Heimildir
1, 15
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í raðir, í þyrpingar, í beðjaðrar framan við stórvaxnari tegundir.
Reynsla
Afar harðgerður og hefur reynst mjög vel í garðinum. Á það til að laufgast snemma en hefur þó sýnt mikið þol gagnvart vorhretum sem komið hafa í kjölfar hlýinda snemma vors.Elstu eintök í garðinu eru 911004 í B6-F04, gróðursett 1991 frá Mörk 1990.Fer oft snemma af stað og t.d. dálítið brunnin í vorhreti 2003 en það háði honum ekki og yfir 10 ára reynsla sýnir ekkert kal öll árin.Annað númer er 911776 í P4-A04, gróðursett 1994, kom sem nr. 444 frá Frankfurt a.M. Palmengarten 1990. Það númer kelur heldur ekkert.
Yrki og undirteg.
Sorbus cashmeriana 'Pink Fruits' LA nr. 20040397 Kasmírreynir, er í uppeldi á reitasvæðinu, 2007, nr. 166 Aberdeen HBU 2003. Ber með bleikri slikju (vantar betri lýsingu).