Sorbus decora

Ættkvísl
Sorbus
Nafn
decora
Íslenskt nafn
Skrautreynir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Pyrus decora (Sarg.) Hyland Pyrus dumosa (Greene) Fernald Pyrus sambucifolia S.Watson & J.M.Coult. Pyrus sitchensis B.L.Rob. & Fernald Pyrus subvestita (Greene) Farw. Sorbus americana Pursh Sorbus dumosa House Sorbus sambucifolia Dippel Sorbus scopulina Hough Sorbus subvestita Rosend. & Butters Pyrus americana var. decora Sarg. Sorbus americana var. decora Sarg. Sorbus americana var. sitchensis (M.Roem.) Sudw.
Lífsform
Stór, lauffellandi runni eða tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
6-10 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni eða lítið tré, allt að 10 m hátt en getur þó orðið allt að 12 m á hæð í heimkynnum sínum. Árssprotar kröftugir, stinnir. Brum keilulaga, mjög dökkrauð til svört, meira eða minna límug, oftast stór eða allt að 20 mm, hærð í oddinn og aðeins hærð á jöðrum brumhlífa en hárin eru oft hulin í límkvoðunni.
Lýsing
Laufin dökkgræn, stór, 20-32 sm með 5-8 smáblaðapörum. Smáblöðin að 60-80 x 23-33 mm, aflöng-lensulaga, mjókka snögglega í hvassan odd, tennt næstum að grunni, dökk græn og ekki nöbbótt á neðra borði. Blómskipunin hálfsveipur, stór. Blóm rjómahvít, hvert blóm um 6 mm í þvermál, útstæð. Aldin smá, allt að 5,75 x 6 mm til dæmis á Grænlandi og upp í 10 x 11 mm á góðum vaxtarstöðum, eplalaga, bikarblöð dálítið kjötkennd. Frævur 3-4, hálf-undirsætnar, tengjast ekki í oddin, hvíthærðar. Stílar að 2,25 mm, aðskildir. Fræ gulleit til brún, að 5 x 2 mm allt að 5 í hverju aldini eða nær tvöfalt stærri en fræ knappareynis. 2n=68 (McAll.)
Uppruni
NA N Ameríka, S Grænland .
Harka
2
Heimildir
1,15
Fjölgun
Haustsáning (apomitic), sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í beð, sem stakstætt tré, sem götutré.
Reynsla
Harðgert tré og hefur reynst vel í garðinum. Elsta eintakið er frá tíma Jóns Rögnvaldssonar og því frá 1950-1955 eða þar um bil. Mjög harðgert og kelur aldrei. Á skilið mun meiri útbreiðslu. Nokkur yngri eintök frá 1984-1986 einnig í ræktun og sýna sömu hörku, algjörlega pottþétt, blómsæl og bera mikið af berjum á hverju ári.