Sorbus domestica

Ættkvísl
Sorbus
Nafn
domestica
Íslenskt nafn
Berjareynir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Cormus domestica (L.) Spach, Pyrus domestica Ehrh.
Lífsform
Lauffellandi runni eða lítið tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní.
Vaxtarlag
Tré allt að 20 m hátt. Börkur með djúpar grópar, greinar verða fljott hárlausar, brum með kvoðu, glansandi.
Lýsing
Smálauf 11-21 talsins, 3-8 sm, mjó-aflöng, grófsagtennt, samhverf við grunninn, neðra borð ullhært. Blóm 1,5 sm, í keilulaga hálfsveip allt að 10 sm, grunnar stíla loðnir. Aldin allt 3 sm, epla- eða perulaga, gulgræn en þroskast og verða rauð í sólinni, römm.
Uppruni
M & S Evrópa, N Afríka, litla Asía.
Harka
Z6
Heimildir
1
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í skrautrunnabeð, sem stakstæð tré.
Reynsla
Nr. 20060820 í uppeldi 2007, kom sem nr 808 frá IASI HBU 2005.
Yrki og undirteg.
Sorbus domestica f. pomifera (Hayne) Rehd. Aldin eplalaga 2-3 sm. Sorbus domestica f. pyriformis (Hayne) Rehd. Aldin perulaga, 3-4 sm. LA 20010893 í uppeldi í R01 B 2007, kom sem nr. 820 frá IASI HBU 2000.