Sorbus foliolosa

Ættkvísl
Sorbus
Nafn
foliolosa
Íslenskt nafn
Bersareynir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Pyrus foliolosa Wall. , Pyrus foliolosa Wall., Pyrus wallichii Hook.f. , Sorbus wallichii (Hook.f.) H.Ohashi , Sorbus wallichii (Hook.f.) T.T.Yu , Pyrus foliolosa var. ambigua Cardot
Lífsform
Lauffellandi runni eða lítið tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
3-5(-6)m
Vaxtarlag
Tré, allt að 6 m hátt eða stór runni. Árssprotar nokkuð sterklegir, með áberandi barkarop. Brum egglaga, allt að 15 mm, rauðleit með rauðbrúnum hárum í oddinn og á jörðum brumhlífa.
Lýsing
Lauf allt að 20 sm með 9-12 smáblaðapörum. Smáblöð að 45 x 15 mm en oftast aðeins 30 x 15 mm, aflöng-egglaga, broddydd, tennt næstum að grunni á langsprotum en aðeins á efri hlutanum á stuttgreinum, leðurkennd, æðastrengir mynda gró á efra borði, en með rauðbrúnum hárum á neðra borði og nöbbótt á neðra borði. Blómskipunin hálfsveipur með sterklegar greinar og áberandi barkarop. Aldin hvít nema hvað bleikleit slikja er við jaðar bikarblaða, þó að opið milli bikarblaðanna sem ekki ná saman, sýnist svart og mjög áberandi á toppi aldinsins, allt að 10 x 11 mm, oft breiðari en hæðin. Bikarblöð kjötkennd. Frævur (4-)5, undirsætnar, toppar næstum fullkomlega samvaxnir í dæld í bikarnum, hárlaus. Stílar allt að 2,5 mm, ekki þétt saman. Fræ dökkbrún, allt að 4,5 mm, allt að 5 í hverju aldini. Fjórlitna (2n=68), smátegund sem fjölgar sér með geldæxlun, þekkt í ræktun úr einni einstakri grúppu, en eins og túlkað er í náttúrunni og í plöntusöfnum líklega grúppa af náskyldum smátegundum.
Uppruni
Nepal. Bhutan, N Indland, SA Tíbet.
Heimildir
15, www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=200011715
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í skrautbeð. Vex í Kína í blönduðu skóglendi og meðfram ám í 2500-4200 m hæð í SA Xizang, Yunnan, en einnig í Bhutan, N Indlandi, N Myanmar, Nepal og Sikkím.
Reynsla
LA 901469 í P2-L03. Gróðursett 2001 er elsta númerið og kom sem nr. 811 Wisley RHS Gard 1990. Kelur nokkuð sum ár en önnur lítt sem ekkert. Stutt reynsla enn sem komið er.