Sorbus forrestii

Ættkvísl
Sorbus
Nafn
forrestii
Íslenskt nafn
Snæreynir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni eða lítið tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
4-8(-12) m
Vaxtarlag
Lítið tré, allt að 12 m hátt í heimkynnum sínum, en er líklega lægra í ræktun. Vex hérlendis sem runni en þó með einstaka undantekningum. Brumin keilulaga-egglaga, djúp rauð, hvíthærð í toppinn og á jöðrum brumhlífa.
Lýsing
Laufin allt að 20 sm á lengd, með 7-9 blaðpörum smálauf sem eru álíka stór og sem eru með töluverðu millibili. Hvert smáblað allt að 40 mm, ekki nöbbótt á neðra borði. Aldin að 8 x 9,5 mm, hvít með bleikri slikju á bikarnum, harðari en aldin á reynivið en mýkri en aðrar tegundir deildarinnar. Frævur 3-4(-5). Stílar um 2 mm, eru ekki samvaxnir í toppinn. Fjórlitna smátegund sem fjölgar sér með geldæxlun. (2n=68).
Uppruni
Kína, NV Yunnan, Bei-ma-shan.
Heimildir
15
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í skrautbeð. Vex í blönduðu runnlendi í heimkynnum sínum.
Reynsla
LA 86740 í J7-B31, gróðursett 1991 er besta númerið, kom sem nr. 184 frá Washington U Park Arb 1986. Hefur fengið einkunnina 0 í kali yfir 10 ára tímabil, þ. e. aldrei kalið neitt.Önnur númer eru ekki alveg eins góð, kelur gjarnan aðeins fyrstu árin en lítt eða ekki eftir það.