Sorbus gracilis

Ættkvísl
Sorbus
Nafn
gracilis
Íslenskt nafn
Körfureynir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Pyrus gracilis Siebold & Zucc.
Lífsform
Lauffellandi runni eða lítið tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Grænhvítur.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
2-3(-3,5) m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni eða lítið tré, allt að 3,5 m hátt. Ársprotar grannir. Brumin egglaga, rauð með hvít hár í oddinn og eftir jöðrum brumhlífanna.
Lýsing
Laufin flugdrekalaga þar sem enda smálaufaparið er stærst og smálaufin minnka að grunni, allt að 13 sm löng, með 3-5 en oftast 4 smáblaðpör.Smálauf allt að 50 x 20 mm, breið aflöng-oddbaugótt, yfirleitt aðeins tennt á efri helmingnum eða efsta ¼ hluta smálaufsins á stuttsprotum en stundum næstum niður að grunni á langsprotum, ekki nöbbótt á neðra borði. Axlablöð stór, áberandi, langæ, einkum í blómskipuninni. Blómskipunin lotin, fáblóma hálfskúfur með grænhvít blóm. Aldin rauð, allt að 18,5 x 8,5 mm, en oftast mun styttri, perulaga hjá þeim klónum sem mest eru ræktaðir en meira eða minna hnöttótt á klónum af öðrum landsvæðum. Frævur (2-)3, hálfundirsætnar, oddar ekki samvaxnir efst en mynda keilulaga útvöxt inni í bikarnum, næstum hárlausar. Bikarblöð kjötkennd við grunninn. Stílar allt að 1,5 mm, lausir hver frá öðrum. Fræ rauðbrún, allt að 6 x 2,5 mm, oftast eitt í hverju aldini. Breytileg, tvílitna tegund sem fjölgar sér með kynæxlun. (2n= 34).(McAll.).
Uppruni
Japan, í fjöllum á miðri Honshu eyju.
Heimildir
15
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð trjá- og runnabeð.
Reynsla
LA 20020802 í uppeldi í R01 B 2007, kom sem nr. 1535 frá St Petersburg HBA 1999-2000. Stutt reynsla og ekki marktæk ennn sem komið er.