Sorbus himalaica

Ættkvísl
Sorbus
Nafn
himalaica
Íslenskt nafn
Himalajareynir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni eða lítið tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikleitur.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
4-6(-7) m
Vaxtarlag
Tré eða runni. Verður allt að 7 m hátt, í sínum náttúrulegu heimkynnum. Brum egglaga, rauðbrún, að 8 mm með rauðbrúnum hárum í enda.
Lýsing
Lauf allt að 21 sm á lengd, stakfjöðruð, með 10-15 laufblaðapörum. Smáblöð allt að 40 x 15 mm, aflöng, tennt við grunn á langsprotum en á smágreinum eru þau oft aðeins tennt við oddinn, ekki nöbbótt á neðra borði. Blómin í þéttum sveip, bleikleit. Aldin hvít með bleikri slikju. (McAll.).
Uppruni
Himalaya frá NV Indlandi, gegn um Nepal og til SA Tíbet.
Heimildir
15
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð trjá- og runnabeð.
Reynsla
LA 20020803 í uppeldi í R02 B 2007, kom sem nr. 138 frá Wisley RHS Gard 2002.