Sorbus hybrida

Ættkvísl
Sorbus
Nafn
hybrida
Íslenskt nafn
Gráreynir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Sorbus x hybrida.
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
8-12m
Vaxtarhraði
Fremur hægvaxta
Vaxtarlag
Líkist nokkuð silfurreyni (S. intermedia). Einstofna eða margstofna, 8-12 m hátt tré með frekar óreglulegum, útstæðum eða nær láréttum greinum, jafnvel slútandi og breiðri krónu. Árssprotar ullhærðir í fyrstu, síðar brúnir og hárlausir. Börkur grár. Brumin egglaga-langegglaga 7,5-10,5 sm, brumhlífar brúnar og nær hárlausar, þær efri ullhærðar.
Lýsing
Blöðin sljóydd, egglaga-langegglaga, sepótt ofan til en fjöðruð neðst, dökkgrágræn á efra borði en hvítlóhærð á neðra borði, gróftennt og alltaf með a.m.k. 1 blaðpar laust frá aðalblöðkunni, 7,5-10,5 sm á lengd. Blómin hvít eða gráhvít, ilmandi, blómskipan í 6-10 sm sveip, hvert blóm 1-1,5 sm í þvermál. Bikarblöð í fyrstu gráhærð en verða hárlaus með aldrinum. Aldin hnöttótt, rautt með brúnum barkopum, 10-12 mm í þvermál. Gulir haustlitir. Harðgerður og vindþolinn en verður oft fyrir haustkali, sérstaklega á unga aldri. Oft mikið étinn af fiðrildalifrum. Fjölgar sér með geldæxlun og eru afkvæmin því öll eins og móðurplantan.
Uppruni
N, M & S Evrópa.
Harka
5
Heimildir
1, ÓN, 4
Fjölgun
Haustsáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, sem stakstæð tré, í raðir.
Reynsla
Harðgerður og talinn vind- og seltuþolinn, kvillalítil (talinn blendingur S. aria x S. aucuparia?). Fjölmörg gömul og góð eintök til í Lystigarðinu.Plöntur af gráreyni í íslenska beðinu hafa vaxið áfallalaust ? mjög flottar og harðgerðar.