Sorbus meinichii

Ættkvísl
Sorbus
Nafn
meinichii
Íslenskt nafn
Strandreynir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Sorbus meinichii (Lindeb.) Hedl.
Lífsform
Lauffellandi runni - lítið tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulhvítur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
2-4 m
Vaxtarlag
Geldæxlun, tetraploid tegund, blendingur seljureynis (Sorbus aria) x reynis (Sorbus aucuparia) - líkist meira reyninum. Frábrugðinn að því leyti að greinar krónunnar eru útstæðari og laufið er dekkra.
Lýsing
Laufið með 4-6 smáblaðapör, endaflipinn tígullaga, snubbóttur oft þríflipóttur. Aldinið rautt ber.
Uppruni
S Noregur.
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í blönduð trjá- og runnabeð.
Reynsla
Eitt besta númerið er LA 911784 í P4-L01, kom sem nr. 330 frá Trondheim HBU Ringve 1990. Hefur staðið sig mjög vel K = 0 0 0 0 0