Sorbus microphylla

Ættkvísl
Sorbus
Nafn
microphylla
Íslenskt nafn
Smáreynir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Pyrus microphylla Wallich ex J. D. Hooker
Lífsform
Lauffellandi tré eða runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Maí-júní. Aldin í september-október.
Hæð
-7 m
Vaxtarlag
Runni eða lítið tré, 2-5 m á hæð. Árssprotar rauðbrúnir í fyrstu en greinar verða grábrúnar með aldrinum, sívalar, smádúnhærðar á unga aldri með nokkrum aflöngum eða nær hringlaga barkaropum. Brumin rauðbrún, keilulaga eða egglaga, 5-7(-8) mm, ydd og smádúnhærð með allmörgum brumhlífum.
Lýsing
Lauf stakfjöðruð, 11-14 sm með miðstrengnum, blaðleggur 1-1,5 sm langur. Axlablöð lensulaga eða sýl-lensulaga, 4-6 mm, dálítið himnukennd, heilrend eða með 2, grunnum flipum, miðstrengur grannur, grópaður á efra borði með rauðleitum kirtlum við grunn smálaufa, +/- smádúnhærður en verður hárlaus með aldri, með mjóan væng. Smáblaðapörin 10-17(-19) með 5-8 mm millibili, dökkgræn á efra borði en ljósari á því neðra, mjó-aflöng, 0,7-1,5(-2) sm × 4-8 mm, nær hárlaus beggja vegna eða með brúnum hárum með miðstreng á neðra borði (einkum þegar þau eru ung), skakk-bogadregin við grunninn, hvasstennt á jöðrum, ydd eða snubbótt, tennur fáeinar. Blómin í samsettum, endastæðum, aðeins álútum hálfsveipum, 2-4(-6) sm, strjálblóma, blómskipunarleggir og blómleggir hárlaus sjaldan með brúna smádúnhæringu. Stoðblöð mjó-lensulaga, himnukennd, minni en axlablöðin, hálfhimnukennd. Blómleggir 6-9 mm. Blómin 7-10 mm í þvermál. Blómbotn dökk purpurasvartur, breið-bjöllulaga, 2-3 mm og verður hárlaus með aldri. Bikarblöð þríhyrnd, 1,5-2 mm, ydd eða sjaldnar ± snubbótt. Krónublöðin bleik, næstum kringlótt, 3-4 mm, hárlaus, með stutta nögl. Fræflar um 20, ögn styttri en krónublöðin, frjóþræðir bleikir, frjóhnappar nær purpurasvartir. Stílar 5, u.þ.b. jafnlangir fræflum, dúnhærðir við grunn. Aldin hvít eða með bleikri eða rauðri slikju, hnöttótt eða egglaga, 8-10(-12) mm í þvermál, hárlaus, ekki með korkfrumur, með langæum, uppréttum bikarblöðum. Fræ svartleit, aflöng-egglaga, 3-4 mm. Nokkuð breytileg tegund með geldæxlun. Þó eru staðbrigði allnokkur á náttúrulegu útbreiðslusvæði og því geta einstaklingar verið nokkuð frábrugðnir hver öðrum.
Uppruni
Kína (A Xizang, NV Yunnan), Afghanistan, Bhutan, NA India, N Myanmar, Nepal, Pakistan & Sikkim.
Heimildir
www.efloras.org/florataxon.aspx?flor_id=2&taxon_id=242411073.
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í blandað trjá og runnabeð.
Reynsla
LA 951172 í P4-M01, gróðursett 2000, kom sem nr. 29 frá Bergen Arb & HBU 1994. Kelur lítið sem ekkert. Meðalkal 0,25 yfir 5 ára tímabil.LA 981181 í P4-E06, gróðursett 2000, kom sem nr. 80 frá Bergen Arb & HBU 1997. Mjög góð, kelur lítið sem ekkert.