Sorbus mougeotii

Ættkvísl
Sorbus
Nafn
mougeotii
Íslenskt nafn
Munkareynir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Sorbus scandica H.J. Coste
Lífsform
Stór, lauffellandi runni - lítið tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulhvítur.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
5-7 m
Vaxtarhraði
Fremur hægvaxta.
Vaxtarlag
Fjórlitna, lauffellandi tré með geldæxlun. Tréð líkist silfurreyni (Sorbus intermedia) og goðareyni (S. latifolia) en er með breiðari krónu.
Lýsing
Neðra borð laufa er hvít-grá lóhærð með 9-12 hliðaræðapör sem ná út í jaðrana milli flipanna. Aldin 8 mm, oddvala, rauð.
Uppruni
N Evrópa (Alpafjöll, Júrafjöll).
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, sem stakstætt tré.
Reynsla
LA 88862 í P2-G04, gróðursett 1994, kom sem nr. 173 Washington U Park Arb 1988. Afar hægvaxta tré og stundum dálítið étið af maðki en harðgert. Kól aðeins í byrjun en ekkert síðstu 10 árin.
Yrki og undirteg.
Sorbus mougeotii ssp. mougeotii 'Jæren', pl. viv. frá Sólskógum 2007 (ekki staðfest nafn).