Sorbus munda

Ættkvísl
Sorbus
Nafn
munda
Íslenskt nafn
Perlureynir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni eða lítið tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
Allt að 6 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni eða lítið tré, allt að 6 m hátt. Ársprotar grannir, gráleitir. Brum egglaga, rauðleit, allt að 10 mm, þétt þakin ljósbrúnu hári.
Lýsing
Lauf allt að 19 sm löng með 12-15 smáblaðapör. Smáblöð allt að 32 x 10 mm, en samt aðeins um 18 x 7 mm, aflöng, tennt að grunni á langsprotum og á efstu 3/4 af stuttsprotum, með langæ, löng ljósbrún hár, einkum á æðastrengjunum á neðra borði, mjög nöbbótt á neðra borði, blaðstilkur með lítinn væng. Blómskipunin strjáll/fáblóma hálfsveipur. Aldin hvít, yfirleitt ekki með rauðleita slikju, allt að 7,5 x 9,5 mm (allt að 9 x 10 mm hjá klónum sem ekki eru með nabba), meira eða minna eplalaga, bikarblöð kjötkennd neðantil, nokkuð upprétt. Stílar allt að 3,5 mm, oftast samvaxnir neðst. Fræhýði (4-)5, undirsætin, samvaxnin efst, toppur næstum hárlaus. Fræ rauðbrún, allt að 3,5 x 2 mm, allt að 4 í hverju aldini. Fjórlitna smátegund, geldæxlun. (2n=68).
Uppruni
Kína (V Sichuan).
Heimildir
15
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í trjá- og runnabeð.
Reynsla
Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur. Þrífst vel þar.