Sorbus pseudofennica

Ættkvísl
Sorbus
Nafn
pseudofennica
Íslenskt nafn
Sifjareynir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Sorbus fennica auct.
Lífsform
Stór, lauffellandi runni - lítið tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
Allt að 7 m
Vaxtarlag
Lítið tré, allt að 7 m hátt.Foreldri eru skotareynir (Sorbus arranensis Hedl.) & reynir (S. aucuparia L.).
Lýsing
Laufin með breytilegan fjölda af ekta smálaufum og flipum. Þau eru að hluta fjöðruð, eru með alls 7-9(-10) pör af hliðaræðum og 1(-2) pör af breiðari, lausum smálaufum. Blómin eru hvít, stærri en á skotareyni (S. arranensis). Aldinin eru skarlatsrauð með ógreinilegar barkaropum, öll frjó. Koma í september-október. (2n = 51)
Uppruni
Scotland. Glen Diomhan, Isle of Arran.
Heimildir
www.iucnredlist.org/details/34720/0, www.arrantrees.co.uk/store/p5/Sorbus_pseudofennica_-_Cut-leaved_Whitebeam%3A_20-40cm.html, wbd.etibioinformatics.nl/bis/flora.php?menuentry=soorten&id=2737
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í blönduð trjá- og runnabeð. Vex innanum runnagróður á bröttum granít klettabeltum og í skógarleifum á lækjarbökkum í heimkynnum sínum.
Reynsla
LA 20050647 er í uppeldi (R01 E 2007), kom sem nr. 396 frá Reykjavík HB 2004.Ómarktæk reynsla enn sem komið er.