Sorbus rehderiana

Ættkvísl
Sorbus
Nafn
rehderiana
Íslenskt nafn
Lensureynir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni - lítið tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
3-8 m
Vaxtarlag
Runni eða lítið tré sem verður 3-8 m hátt í heimkynnum sínum. Ársprotar dökk grábrúnir eða dökk rauðbrúnir, sívalir, með barkarop, smádúnhærðir þegar þeir erum ungir en verða hárlausir með aldrinum. Brumin mjó-egglaga, 0,9 -1,4 sm, ydd eða stutt-odddregin. Brumhlífar allmargar, dökkrauðbrúnar, hárlausar eða ryðbrún-dúnhærðar á jöðrunum.
Lýsing
Laufin stakfjöðruð, allt að 10-15 sm löng ásamt miðstrengnum, laufleggur 1-3 sm, axlablöð skammæ, egglaga til lensulaga, 0,8-1,2 sm x 5-6 mm, heilrend eða með fáeinar tennur efst. Miðstrengurinn með grunna gróp, hárlaus eða smádúnhærður, með væng. Blöðkur smálaufa 7-9(eða 10) pör með 1-1,5 sm millibili, aflöng eða aflöng-lensulaga, 2,5-5 x 1-1,5 sm, hliðarstrengir 10-20 pör, með löng hár á beggja vegna eða með ryðbrún dúnhár eftir miðstrengnum, verða stundum hárlausar. Grunnur er skakk-bogadreginn eða breið-fleyglaga, jaðrar laufa sagtenntir með smáar til grófar tennur, hvassydd, sjaldan snubbótt. Blómskipunin samsettur hálfsveipur, sjaldan axlastæður, 4-6 x 3-5 sm, þéttblóma. Miðstrengur laufa og laufleggur með ryðbrúna dúnhæringu í fyrstu, verður stundum hárlaus eða næstum hárlaus, stoðblöð skammæ, bandlaga til lensulaga, minni en axlablöðin. Leggur 1-2 mm langur. Blóm 6-8 mm í þvermál. Blómbotn bjöllulaga, hárlaus eða næstum hárlaus á ytra borði. Bikarblöð þríhyrnd, 1,5-2,5 mm, snubbótt. Krónublöð hvít, breiðegglaga eða oddbaugótt-egglaga, 3-5 x 2-3,5 mm, hárlaus, grunnur með breiða nögl, snubbótt. Fræflar 20, um 1/2 lengd krónublaðanna. Stílar (4 eða)5, um það bil jafn langir og eða ögn lengri en fræflarnir, smádúnhærðir neðst. Aldin bleikhvít til skærrauð, egglaga, 6-8 mm í þvermál, bikarblöð langæ. Aðgreind frá öðrum tegundum á stinnum, dökkum árssprotum og á því að lauf umlykja aðeins greinina við grunn (slíðruð), smáblöðin gljáandi, aflöng og mjókka jafnt og þétt fram á við frá grunni. Einnig má nefna brum með rauðbrúnum hárum í enda og stuttum, aðskildum stílum. (Heim. McAll.)
Uppruni
SA Tibet, N Myanmar, Kína (NV Yunnan, V Sichuan).
Heimildir
15, www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=26tqxon_id=200011709,
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í trjá- og runnabeð. Vex í skógum, skógarjöðrum, skógarþykknum í brekkum og í dölum, 2600-4300 m.
Reynsla
LA 921317 í P4-D04, gróðursett 2000, kom sem nr. 249 frá Göttingen HBU Sylv & Arb 1992. Kelur lítið sem ekkert. Greining hefur þó ekki verið staðfest.Tegundin ætti þó að vera ágæt hérlendis þar sem hún vex við skógarmörk í háfjöllum Kína.
Yrki og undirteg.
V. cupreonitens Handel-Mazzetti: Jaðrar smálaufa sagtennt með smáar hvassar tennur. Aldin rauðleit til dökkrauð. Brum, miðstrengir á blöðkum smálaufa og blómskipunin eru ögn dúnhærðar eða með ryðbrúna dúnhæringu, verða hárlaus.v. grosseserata Koehne: Jaðrar smálaufa djúp og gróf sagtenntir, aldin bleikhvít.v. rehderiana: Jaðrar smálaufa sagtennt með smáar hvassar tennur. Aldin rauðleit til dökkrauð. Brum, miðstrengir á blöðkum smálaufa og blómskipunin er þétt dúnhærð, verða ekki hárlaus.