Sorbus scalaris

Ættkvísl
Sorbus
Nafn
scalaris
Íslenskt nafn
Ljósareynir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Pyrus scalaris (Koehne) Bean; Sorbus foliolosa (Wallich) Spach var. pluripinnata C. K. Schneider; S. pluripinnata (C. K. Schneider) Koehne.
Lífsform
Lauffellandi runni - lítið tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
3-7 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni eða lítið tré, 3-7 m á hæð. Árssprotar svartgráir þegar þeir eu orðnir gamlir, sívalir, grá- eða brúndúnhærðir ungir, verða næstum hárlausir með aldrinum. Brumin egglaga, 7-9 x 4-7 mm, snubbótt, brumhlífar allmargar, brúnleitar með gráleit hár.
Lýsing
Laufin stakfjöðruð, eru ásamt miðstrengnum 10-18 sm, laufleggur 1-2,5 sm langur. Axlablöð langæ, nær kringlótt eða egglaga 0,7-1,4 sm í þvermál, jaðar grófsagtenntur, miðstrengurinn rauður, neðra borð með hvíta lóhæringu, með gróp á efra borði. Blaðka með (8-)10-14 pör smálaufa, enda og neðstu smálaufin smærri, með 8-10 mm millibil, aflöng eða næstum breið-bandlaga 2-3(-4) x 0,6-1,4 sm, grálóhærð á neðra borði og nöbbótt, hárlaus á efra borði, grunnur bogadreginn eða skakk-bogadreginn, jaðrar sagtenntir, með smáar, hvassar tennur við oddinn, 2-8 tennur á hvorri hlið, snubbótt eða hvassydd. Blómskipunin endastæð, 6-10 x 7-12 sm, með mörg blóm, miðstrengur og blómleggir grá eða gráhvíta lóhærð, verða hárlaus með aldrinum, næstum hárlaus þegar aldinið er þroskað, með nokkur áberandi barkarop.Blómin 6-8 mm í þvermál. Bikar bjöllulaga, hárlaus eða ögn lóhærður við grunninn. Bikarblöð þríhyrnd, 1-2 mm, hárlaus, snubbótt. Krónublöð hvít, egglaga eða hálfkringlótt, 2,5-3,5 mm, hárlaus, snubbótt. Fræflar um 20, næstum jafnlangir krónublöðum. Stílar 3 eða 4, ekki lengri en fræflarnir, þétt dúnhærð við grunninn. Aldin rauð, egglaga-hnöttótt, 5-6 mm í þvermál. Bikarblöð langæ. (2n=34)
Uppruni
Kína (V Sichuan, Yunnan).
Harka
Z5
Heimildir
= www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=2000111715
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í trjá- og runnabeð. Vex í sínum náttúrulegu heimkynnum sem tré með útbreidda krónu, laufið fínlegt og fær fallega rauða-appelsínugula haustliti og ber mikið af rauðum aldinum. Vex þar í blönduðu skóglendi í fjallshlíðum í 1600-3000 m hæð.
Reynsla
Í uppeldi. Engin reynsla enn sem komið er en hann ætti að geta plumað sig miðað við hæð yfir sjávarmál í Kína.