Sorbus scopulina

Ættkvísl
Sorbus
Nafn
scopulina
Yrki form
f. fruticous-aurea
Íslenskt nafn
Klettareynir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
2-4 m
Vaxtarlag
Lágvaxinn, lauffellandi runni, allt að 4 m hár, uppréttur, stinnur. Brum svört, dúnhærð.
Lýsing
Smálauf 11-15, 3-6 sm á lengd, aflöng-lensulaga, nokkuð odddregin, ein- eða tvísagtennt, hárlaus, græn á efra borði en blágræn á því neðra. Blómskipan stór, ögn dúnhærð. Aldin mörg, 0,5 sm, hnöttótt, glansandi appelsínugul, en glansandi rauð á aðaltegundinni.
Uppruni
V N-Ameríka.
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í kanta á trjábeðum.
Reynsla
Harðgerður og hefur reynst vel í Lystigarðinum.