Sorbus scopulina

Ættkvísl
Sorbus
Nafn
scopulina
Íslenskt nafn
Klettareynir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
S. sambucifolia. non Roem.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
Allt að 2-4 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, allt að 4 m hár, uppréttur, stinnur. Árssportar rauðbrúnir. Brumin keilulaga til egglaga, gljáandi, rauðbrún og grænleit, dálítið límkennd, allt að 14 mm, með hvít hár í oddinn og á jöðrum brumhlífa.
Lýsing
Laufin allt að 20 sm með 5-6 pör smáblaða. Smáblöðin að 6 sm, lensulaga til aflöng-lensulaga, odddregin, tennt næstum því að grunni, gljáandi græn á efra borði og ekki nöbbótt á því neðra. Blómskipunin stór, dúnhærð, með flat-toppa hálfsveip með að minnsta kosti 70 blóm, bikar öfugkeilulaga, hvít-dúmhærður með 5 þríhyrnda flipa, krónublöð 5, hvít, oddbaugótt, 5-6 mm löng. Fræflar 15-20, stílar 2 mm langir. Aldin gljáandi appelsínugulrauð, allt að 8 x 10 mm, hnöttótt. Bikarblöð kjötkennd að hluta. Frævur 3-4(-5), hálfundirsætnar, toppar mynda keilulaga útvöxt í bikarnum, með hvítt hár, stílar allt að 2,75 mm, með millibili. Fræ gulleit, verða ljósbrún, allt að 4,0 x 2,0 mm. Breytileg tvílitna tegund. (2n=34). (McAll.)
Uppruni
N Ameríka - Labrador til Alaska, suður til Maine, Pennsylvania, Michigan, Colorado og Utah.
Harka
Z 5
Heimildir
= 1, 15, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Sorbus+scopulina, biology.burke.washington.edu/herbarium/imagecollection.php?Genus=Sorbus&Species=scopulina
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í trjá- og runnabeð. Þolir næðinga en ekki seltu frá hafi.
Reynsla
LA 84596 í N3-AR05, gróðursett 1988, kom sem nr. 35 frá Washington U Park Arb 1984. Kól aðeins fyrstu árin en lítið sem ekkert hin síðari. Flottur runni sem hefur vaxið tiltölulega hægt, blómgast mikið og ber mikið af berjum á hverju ári og auk þess með frambærilega haustliti.