Sorbus serotina

Ættkvísl
Sorbus
Nafn
serotina
Íslenskt nafn
Haustreynir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Sorbus commixta 'Serotina' skv. RHS
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
6-10 m
Vaxtarlag
Upprétt, hátt tré. Líkist hnappareyni (S. americana) en þekkist á því að smálaufin eru yfirleitt 13 talsins.
Lýsing
Smálauf allt að 5 sm á lengd, aflöng-lensulaga, hvass sagtennt, dökkgræn á efra borði, en ljós grágræn á því neðra verða rauðbrún með aldrinum og halda sér vel fram á haust. Blaðstilkur þétt dúhærður. krónublöð aftursveigð. Aldin lítil hnöttótt, rauð.
Uppruni
Japan.
Harka
6
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, sem stakstæð tré.
Reynsla
LA 921322 í P2-C09, gróðursett í beð 2000, kom sem nr. 252 frá Göttingen HBU Sylv & Arb 1992. Meðalkal dálítið yfir 10 ára tímabil eða um 1,75, annars ágætis runni sem verður að teljast meðalharðgerður.Uppruni dálítið á reiki en og jafnvel má telja líklegt að þetta sé Sorbus commixta og þá sem yrkið 'Serotina' - ath. betur síðar.