Sorbus umbellata

Ættkvísl
Sorbus
Nafn
umbellata
Íslenskt nafn
Sveipreynir
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni - lítið tré.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
5-7 m
Vaxtarlag
Lauffellandi lítið tré, 5-7 m hátt, minnir á seljureyni (S aria). Krónan er hvelfd. Getur verið runni. Ársprotar rauðbrúnir, með korkfrumur, hárlaus. Brumin bogadregin, um 0,8 mm löng, hárlaus eða dúnhærð.
Lýsing
Laufin ekki samsett, 3,5-6 sm, næstum kringlótt til breið-oddbaugótt, stutt flipótt, grunnur mjókkar og verður fleyglaga, snubbótt í oddinn, leðurkennd, æðastrengir í 5-6 pörum, dökkgræn ofan, hvít ullhærð neðan. Laufleggur 0,8-2,4 sm langur. Blómin hreinhvít, 0,9 mm breið, í strjálblóma hálfsveipum, um 7,5 sm breiðum. Frjóhnappar bleikir. Stílar 2. Aldin íflöt-hnöttótt, appelsínurauð, sögð vera rauð hjá villtum plöntum, þroskast að haustinu.
Uppruni
M & S. Evrópa, SV Asía
Heimildir
1, www.beanstreesandshrubs.org/browse/sorbus/sorbus-umbellata-desf-fritsch/
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í trjá- og runnabeð.
Reynsla
v. cretica LA 20030737 í uppeldií R02 B 2007. Kom sem nr. 652 frá Kyiv HBA 2003.Reynsla ómarktæk. Greining ekki staðfest.
Yrki og undirteg.
Sorbus umbellata v. creticaGrunnur laufa +/- fleyglaga, aldin með áberandi korkfrumum.