Sorbus x kewensis

Ættkvísl
Sorbus
Nafn
x kewensis
Íslenskt nafn
Garðareynir*
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni eða tré.
Kjörlendi
Sól (eða hálfskuggi).
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní.
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Lítið lauffellandi tré eða runni, hvelfdur í vextinum, allt að 3 m hár og 2 m breiður.
Lýsing
Laufi er dökkgrænt, fjaðurskipt, um 25 sm löng, með allt að 18, aflöng til oddbaugótt smálauf, hvasstennt. Blómin hvít í hálfsveipum sem eru allt að 12 sm breið. Aldin skærrauð.
Uppruni
Blendingur.
Sjúkdómar
Greinavisnun og áta.
Heimildir
www.backyardgardener.com/plantname/pda_27ba.html
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í trjá- og runnabeð.
Reynsla
Myndirnar eru teknar í Grasagarði Reykjavíkur.