Spiraea alba

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
alba
Ssp./var
v. latifolia
Höfundur undirteg.
(Aiton) B. Boivin
Íslenskt nafn
Ljósakvistur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Spiraea latifolia (Aiton) Borkh.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól eða hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur til skeljableikur.
Blómgunartími
Síðsumars-haust.
Hæð
1-1,5 m
Vaxtarlag
Lauffellandi, uppréttur runni allt að 1 m hár eða hærri (-1,5 m). Smágreinar hárlausar, gáróttar, rauðbrúnar.
Lýsing
Lauf allt að 3-7 sm, breiðoddbaugótt eða öfugegglaga til aflöng, ydd, sjaldan snubbótt, ydd við grunninn, gróf og oft tvísagtennt, stundum blágræn og hárlaus á neðra borði, en skærgræn ofan, stilkstutt. Blómin hvít til skeljableik í pýramídalaga/breið-keilulaga hárlausum, meira en 20 sm löngum skúf, oft með láréttum greinum. Krónublöðin styttri en fræflarnir. Aldin brún, hárlaus, með skástæðum restum af stílum. Gulir haustlitir.
Uppruni
N-Ameríka.
Harka
2
Heimildir
1, 2, 7, http://www.naturallandscapenursery.com
Fjölgun
Græðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í kanta, í beð og í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til nokkrar plöntur sem sáð var til 1988, 1991, 1993 og 1995, allar hafa kalið mismikið gegnum árin eru seinar til og ná því oft ekki að blómstra.