Spiraea arcuata

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
arcuata
Íslenskt nafn
Sveigkvistur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Ágúst-september.
Hæð
70-100 sm (eða hærri)
Vaxtarlag
Fremur lágvaxinn en kröftugur, lauffellandi runni, greinar bogsveigðar, purpuralitar, dálítið dúnhærðar, rákóttar, fínlega ullhærðar í fyrstu, verða seinna hárlausar.
Lýsing
Lauf 0,8-2,5 x 0,5-1,3 sm, aflöng-oddbaugótt, heilrend eða stundum lítið eitt grunntennt, dökkgræn, hárlaus ofan, dúnhærð á áberandi æðastrengjum á neðra borði, jaðrar randhærðir. Blóm 6 mm í þvermál, bleik, stundum hvít, 10-15 í sveipum allt að 2 sm breiðum, á stuttum laufóttum sprotum, blómleggir fín-ullhærðir. Bikar grunnur, hárlaus. Aldinin allt að 3 mm, hárlaus.
Uppruni
Himalaja, V Kína.
Harka
9
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1989 og var gróðursett í beð 1992, virtist fremur viðkvæmur framan af, en stendur sig vel (2014) og blómstrar.