Spiraea × arguta

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
× arguta
Íslenskt nafn
Brúðarkvistur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Hreinhvítur
Blómgunartími
júlí
Hæð
1-2m
Vaxtarlag
Þéttur, fíngerður runni, grannar, brúnar, bogsveigðar, dúnhærðar greinar.
Lýsing
Lauffellandi, uppréttur runni, allt að 2 m hár, bogadreginn í laginu, kjarróttur, stór og mikill. Greinar mjög grannar í fögrum bogum. Laufið allt að 4×1,3 sm, öfuglensulaga, ydd, ljósgræn, jaðrar gróftenntir og oftast tvísagtenntir, hárlaus á efra borði, dúnhærð á neðra borði í fyrstu. Blóm 5 mm í þvermál, snjóhvít, í þéttum hálfsveipum. Blómleggir grannir, 13 mm langir, hárlausir.
Uppruni
Garðablendingur (S. × multiflora Zab. × S.thunbergii Sieb. ex Bl.)
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar, skipting.
Notkun/nytjar
Í limgerði, í þyrpingar, í beð og sem stakstæðir runnar.
Reynsla
Ekki til í Lystigarðinum.Meðalharðgerður-harðgerður. Þolir vel þurrk (Ásg. Sv.), grisja reglulega.