Spiraea bella

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
bella
Íslenskt nafn
Breiðukvistur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól (hálfskuggi).
Blómalitur
Bleikur til hvítur.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
1-2,5 m
Vaxtarlag
Lauffellandi, uppréttur runni, sem verður 1-2,5 m hár. Greinarnar eru grannar, útstæðar, kantaðar, í fyrstu eru þær ögn dúnhærðar.
Lýsing
Lauf 2,5-6×0,75-1,5 sm, oddbaugótt til egglaga, langydd, grunnur fleyglaga, 2/3 efstu hlutarnir tvísagtenntir, grágræn, hárlaus ofan, æðastrengir dúnhærðir á neðra borði. Laufleggir allt að 6,5 mm langir. Blóm allt að 6,5 mm breið, bleik til hvít, einkynja, í 2-7 sm breiðum, endastæðum, dúnhærðum hálfsveipum. Bikarblöð sagtennt, fræflar lengri en krónublöð í karlblómum. Aldin 3 mm, dúnhærð á innra saumi og með útstæða langæa stíla.Líkur S. amoena Spae.
Uppruni
Himalaja.
Harka
7
Heimildir
1
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð.
Reynsla
Hefur verið sáð í Lystigarðinum.