Spiraea × cinerea

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
× cinerea
Íslenskt nafn
Grákvistur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
80-100 sm (-200 sm)
Vaxtarlag
Lauffellandi, þéttgreindur runni, allt að 1,5 m hár eða hærri. Greinarnar áberandi grannar, kantaðar, brúnrákóttar, lóhærðar í fyrstu en verða síðar hárlausar.
Lýsing
Lauf 2,5-3,5 sm, aflöng, langydd, heilrend eða með 2-3 tennur í oddinn, með stuttan, kröftugan, baksveigðan odd, grágræn ofan, ljósari á neðra borði. Blómin 6,5 mm í þvermál, hvít, í litlum legglausum, endastæðum sveipum og leggjum sveipum í öxlum neðri greina. Krónublöð, aflöng-kringlótt, fræflar styttri en krónublöðin.
Uppruni
Garðablendingur (S. hypericifolia L. × S. cana Waldst. & Kit.).
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar
Notkun/nytjar
Í stórar steinhæðir, sem stakstæðir runnar, í beð og kanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem kom úr gróðrarstöð 2004. Grákvisturinn er ekki mikið ræktaður hérlendis. Þarf skjólgóðan og sólríkan vaxtarstað, frýs stundum grænn á haustin en kelur ekki mikið.
Yrki og undirteg.
Spiraea x cinerea 'Grefsheim' sjá næstu síðu.