Spiraea douglasii

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
douglasii
Íslenskt nafn
Dögglingskvistur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, (hálfskuggi).
Blómalitur
Djúpbleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
1-2,5 m
Vaxtarlag
Lauffellandi, uppréttur runni, allt að 2,5 m hár, þéttvaxinn og myndar mikið af rótarskotum. Greinarnar grannar, brúnar, dúnhærðar í fyrstu en verða hárlausar.
Lýsing
Laufin eru 4-10×1-2,5 sm aflöng, oftast snubbótt, sjaldan næstum ydd, grunnur heilrendur, óreglulega sagtennt að oddi, stundum alveg heilrend. Þau eru dökkgræn, hárlaus ofan, með hvítan hárflóka á neðra borði, blaðleggir allt að 1 mm langir. Blómin djúpbleik, ilmsæt, þéttstæð í uppréttum, mjóum, óreglulega keilulaga, endastæðum skúf, sem getur orðið allt að 20 sm langur. Aðalblómskipunarleggurinn, blómleggir og bikarar hvít-lóhærðir, bikarblöð hvít, lóhærð, baksveigð. Krónublöð 1,5 mm, fræflar bleikir, miklu lengri en krónublöðin, eggleg hárlaus. Fræhýði 3 mm, hárlaus, fræ 2 mm, ljósbrún, bandlaga, frumu-netæðótt.
Uppruni
V N-Ameríka.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar, skipting, rótarskot, sáning.
Notkun/nytjar
Stakstæðir runnar, í limgerði, í þyrpingar, í brekkur, í blönduð runnabeð. Líkur hærukvisti (S. tomentosa L.).
Reynsla
Í Lystigarðinum er til einn gamall, skriðull, blómríkur runni. Einnig eru til aðkeyptir runnar frá 1984, 1990 og 1991, 1,1-1,8 m háir, blómstra árlega. Harðgerður, þurftarfrekur runni, blómgast á árssprotana, þolir vel klippingu.