Spiraea × foxii

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
× foxii
Íslenskt nafn
Kóreukvistur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Móhvítur.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
Um 1 m
Vaxtarlag
Uppréttur runni með bugðóttar, brúnar smágreinar, sem eru næstum hárlausar.
Lýsing
Lauf 5-8 sm, oddbaugótt, tvísagtennt í efsta 2/3 hlutanum, mattgræn ofan, stundum með brons-brúna flikrur, fölgræn neðan, hárlaus. Blóm 6 mm í þvermál, móhvít, stundum með bleika slikju, í greinóttum, breiðum fín-dúnhærðum hálfsveip. Fræhýði snubbótt í oddinn, skástæðir stílar langæir.
Uppruni
Garðablendingur (S. japonica (L.) Desv. × S. betulifolia Pall. non auct.).
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, í kanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til fáeinar plöntur undir þessu nafni, ein aðkeypt 1983, mismikið kalin gegnum ári. Þrjár plöntur sem sáð var til 1982, eru um 1,1 m háar, lítið kal, blómstra árlega. Ein planta sem sáð var til 1992, dálítið kal og engin blóm 2011.