Spiraea hypericifolia

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
hypericifolia
Íslenskt nafn
Vorkvistur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Spiraea salicifolia L. var. humilis Hara
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
1-1,5 m
Vaxtarlag
Náskyldur Spiraea calcicola. Lauffellandi runni allt að 1,5 m hár. Sprotar hálfsívalir eða dálítið kantaðir, uppsveigðir til bogsveigðir, dúnhærðir eða hárlausir.
Lýsing
Lauf allt að 3,5×1,5 sm, hálf-ásætin, mjó-oddbaugótt eða öfugegglaga, ydd til snubbótt og heilrend eða smábogtennt í oddinn. Hárlaus eða næstum hárlaus, blágræn og stundum dálítið dúnhærð á neðra borði, með 3-5 áberandi æðastrengi eftir endilöngu laufinu. Blóm allt að 8 mm breið, hvít, 5 eða fleiri í legglausu blómhnoða, blómleggir 1 sm langir, grannir, dúnhærðir, blómbotn og bikarblöð hárlaus, krónublöð hálfkringlótt, lengri eða jafnlöng fræflunum. Aldin 3 mm, dúnhærð.
Uppruni
Evrópa til Síberíu og M Asíu.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð, í breiður, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til þrjár plöntur sem sáð var til 1993, gróðursettar í beð 2001, hafa lítið kalið gegnum árin, eru stórar og fallegar og blómstra árlega.
Yrki og undirteg.
'Nana' er þéttur og lágvaxinn runni.