Spiraea japonica

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
japonica
Yrki form
'Little Princess'
Íslenskt nafn
Japanskvistur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, (hálfskuggi.).
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Ágúst
Hæð
40-60 sm
Vaxtarlag
Dvergvaxinn, uppréttur runni með ljósgræn lauf, fíngerður, með rauða slikju að haustinu.
Lýsing
Blómgast á árssprota í flötum samsettum sveip, fræflar lengri en krónublöðin sem eru bleik;
Uppruni
Yrki.
Harka
5
Heimildir
= 1, davesgarden.com/guides/pf/go/65301/#b
Fjölgun
Sumargræðlingar, skipting.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, sem stakstæðir runnar, í beð, í raðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1991. Hefur kalið talsvert flest ár, engin blóm 2011. Upphaflega voru plönturnar fleiri en hafa týnt tölunni.Meðalharðgerður-harðgerður, hægvaxta, má klippa alveg niður árlega.