Spiraea japonica

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
japonica
Yrki form
Pruhoniciana
Íslenskt nafn
Japanskvistur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
1-1,2 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni sem er 1-1,2 m hár, stór og mikill, þéttgreindur.
Lýsing
Blómin bleik.
Uppruni
Yrki.
Harka
Z5
Heimildir
http://www.praskac.at, http://www.garten-24.org.
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Að vorinu eru greinarnar klipptar niður í um 10 sm hæð, nýju greinarnar eru kröftugar og uppréttar, grófar greinar blómstra örugglega.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru tvær aðkeyptar plöntur, kal flest ár.