Spiraea japonica

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
japonica
Yrki form
'Macrophylla'
Höf.
(Simon-Louis fyrir 1866).
Íslenskt nafn
Japanskvistur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól, (hálfskuggi).
Blómalitur
Ljósrauður.
Blómgunartími
Ágúst - september.
Hæð
100 sm
Vaxtarhraði
Hægvaxta.
Vaxtarlag
Uppréttur runni, fáar greinar, oft flatir stilkar.
Lýsing
Lauf egglaga, allt að 14 sm löng, fremur ljósgræn í fyrstu, neðsti 1/3 um 7 sm breiður. Blómskipunin lítil.
Uppruni
Yrki.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar, skipting.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, sem stakstæður runni, í beð, í raðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 1991, gróðursettar í beð 1994 og 1999, eru 90-100 sm háar, laufgast snemma og blómstra árlega svo fremið að þær hafa ekki lent í skugga. Meðalharðgerður-harðgerður, hægvaxta runni, má klippa alveg niður árlega.