Spiraea × margaritae

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
× margaritae
Íslenskt nafn
Perlukvistur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól , hálfskuggi.
Blómalitur
Skærbleikur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst og fram í september.
Hæð
60-80 (-150) sm
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, allt að 1,5 m hár, hálfkúlulaga með uppréttar og útbreiddar, fínhærðar, dökkbrúnar, sívalar, fín-langrákóttar greinar.
Lýsing
Lauf egglaga-oddbaugótt, 5-8 mm löng, 3-4 sm breið, gróf og ein- eða tvísagtennt, matt-dökkgræn ofan, ljósari neðan og dálítið hærð. Blómin fínhærð, 7-8 mm breið, skærbleik, verða ljósari með aldrinum, í allt að 15 sm breiðum, gisnum, flötum hálfsveipum. Fræflarnir tvöfalt lengri en krónublöðin. Aldin smá, beinstrengjótt, stíll uppréttur.
Uppruni
Garðablendingur S. japonica (L.) Desv. × (× S. superba (Froeb.) Zab.).
Heimildir
7
Fjölgun
Sumargræðlingar, skipting.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, í raðir, í beð eða sem stakstæður runni.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem voru gefnar í garðinn 1988, vaxa vel, mjög lítið kal, blómstra mikið árlega. Auk þess er til ein planta sem sáð var til 1993 og gróðursett í beð 1999, hefur kalið dálítið gegnum árin, blóm 2011. Meðalharðgerður-harðgerður, stýfa af blóm eftir blómgun, árlega.