Spiraea miyabei

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
miyabei
Ssp./var
v. glabrata
Höfundur undirteg.
Rehder
Íslenskt nafn
Skógarkvistur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
- 1 m
Vaxtarlag
Lauffellandi, uppréttur runni, allt að 1 m hár. Smágreinar dálítið kantaðar, smádúnhæðar þegar þær eru ungar.
Lýsing
Lauf eru 3-7×1,25-3 sm, egglaga-aflöng, ydd eða odddregin, grunnur bogadreginn til breið-fleyglaga. Laufin eru hvass tvísagtennt, græn og hárlaus alls staðar eða örlítið dúnhærð á neðra borði þegar þau eru ung. Laufleggir allt að 5 mm langir, hárlausir. Blómin eru 8 mm í þvermál, hvít, í samsettum, endastæðum, blómmörgum hálfsveip, sem verður um 6 sm í þvermál. Bikar er hárlaus, bikarblöð skástæð, tígullaga, ydd, krónublöð hálfkringlótt, Fræflar eru miklu lengri en krónublöðin. Hýðin eru smá-lóhærð með skástæðum restum af stílum.Skógarkvistur er mjög líkur bjarkeyjarkvisti ( þ. e. S. chamaedryfolia v. ulmifolia).
Uppruni
Japan.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í blönduð runnabeð, í kanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1991, kelur dálítið flest ár, engin blóm 2011.
Yrki og undirteg.
v. glabrata RehderLaufin hárlaus, stærri en á aðaltegundinni. Blómskipunin hárlaus, líka stærri en hjá aðaltegundinni. εM Kína.21