Spiraea mongolica

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
mongolica
Ssp./var
v. mongolica
Íslenskt nafn
Kínakvistur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Spiraea gemmata Zabel
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól (hálfskuggi).
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júlí (-ágúst).
Hæð
1,5-2 ,5 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni allt að 2,5 m hár. Sprotar kantaðir, bogsveigðir, grannir, rauðleitir og hárlausir.
Lýsing
Lauf allt að 2,5×0,85 sm, mjó-aflöng, mjókka snögglega fram í oddinn, venjulega snubbótt, heilrend, stundum með þrjár tennur, grunnur fleyglaga. Laufin græn, hárlaus, laufleggur stuttur. Blómin allt að 8 mm í þvermál, hvít, í allt að 2,5 sm breiðri blómskipun, sem er 2-6 blóma sveipur, blómleggir grannir, hárlausir. Bikarblöð skástæð, krónublöð hálfkringlótt, fræflar lengri en þau. Aldin hárlaus. Loðkvistur (Spiraea mollifolia) er mjög líkur kínakvisti sem er greindur frá loðkvistinum á hárlausum, en ekki silkihærðum stilkum og laufi.
Uppruni
NV Kína.
Harka
5
Heimildir
1
Fjölgun
Sumargræðlingar, skipting.
Notkun/nytjar
Sem sakstæðir runnar, í þyrpingar, sem skjólgóð beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru tveir aðkeyptir runnar, sem kala lítið og blómstra árlega, oft mikið. Lítt reyndur en á það til að kala í haustfrostum.