Spiraea myrtilloides

Ættkvísl
Spiraea
Nafn
myrtilloides
Íslenskt nafn
Meyjarkvistur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Spiraea virgata Franch.
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
- 2,5 m
Vaxtarlag
Lauffellandi runni, allt að 2,5 m hár með grannar, útstæðar greinar. Greinar dálítið ullhærðar þegar þær eru ungar, kantaðar, brúnar. Brum egglaga, með brumhlífar sem skarast.
Lýsing
Laufin leggstutt, egglaga til öfugegglaga-aflöng, snubbótt, sjaldan lítið eitt ydd, 5-15 mm löng, heilrend, stöku sinnum smátennt í oddinn, hárlaus ofan, ljósari neðan og örlítið dúnhærð og randhærð eða næstum hárlaus. Blómin hvít, 6 mm breið, í þéttum, hálfkúlulaga sveipum, sem eru lítið eitt dúnhærðir eða hárlausir. Krónublöð hálfkringlótt um það bil jafn löng og fræflarnir. Hýði upprétt, hárlaus með útstæða stíla og upprétt bikarblöð.
Uppruni
V Kína.
Heimildir
21
Fjölgun
Sumargræðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, í þyrpingar.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2006 og gróðursett í beð 2007.